top of page

Um okkur 

Sagan okkar.

Við erum fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi á vörum frá Evrópu og Norður Ameríku.

Aðalmarkmið okkar er að fá hagstætt verð á gæðavöru og leyfa viðskiptavinum okkar að njóta þess að versla með lágri álagningu.

Við erum með aðstöðu rétt fyrir utan Selfoss, á Kjartansstöðum og náum þannig að sameina lager og skrifstofu með heimili okkar. Þetta er liður í því að álagning geti haldist lág og ekki sé verið að gera ráð fyrir óþarfa kostnaði í starfsmannahaldi.

Framtíðarsýn okkar er að geta boðið viðskiptavinum í heimsókn til okkar að Kjartansstöðum til að skoða vörur sem við getum boðið uppá og átt samtal við okkur um áætlanir og möguleika í innflutningi á hagstæðu verði.

Við erum með sterkt tengslanet við flesta framleiðendur á þekktum vörum ætluðum til uppbyggingar og endurbóta á fasteignum og vélum og erum lúnkinn við að finna góð kjör.

Ef varan er ekki tilgreind hér í vöruúrvali hjá okkur, er sjálfsagt að reyna að finna birgja erlendis og aðstoða við að koma vörunni heim til íslands.

Við reynum að uppfæra síðuna regulega og bæta við vörum og verður stafrænn sýningarsalur tilbúinn fljótlega ásamt því að geta tekið á móti viðskiptamönnum heim að bæ.

Bestu verðin nást í krafti fjöldans 

Byggjum saman

Gerum þetta saman

Sendu okkur póst ef þú hefur einhverjar spurningar og við verðum til taks

  • Facebook
  • Instagram

Takk fyrir póstinn !

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page