Malec Verksmiðjan hefur framleitt  glugga og hurðir af öllum stærðum og gerðum síðan 1980 úr Norðvestur hluta Póllands. Í gegnum árin hefur verksmiðjan svo stækkað og ört og í dag hanna þeir og framleiða glugga fyrir alla Evrópu.

Síðustu ár hafa þeir hjá Malec einbeitt sér af gluggaframleiðslu í evrópskum, hollenskum og síðast en ekki síst skandinavískum stíl.

Malec Verksmiðjan hefur síðan framleitt mikinn fjölda glugga fyrir skandinavísku þjóðirnar síðustu ár og þaðan af var sú ákvörðun tekin að framleiða glugga sem myndu sérstaklega henta  hörðum og erfiðum veðurfarsaðstæðum á Íslandi.

Verksmiðjan hannaði því sérstaka línu sem svo fékk heitið– Windproof Iceland.

Gluggarnir sjálfir eru úr furu og eru ýmist klæddir með áli að utan eða ekki.

Þá eru gluggarnir hannaðir til að vera sérstaklega þéttir þegar kemur að vindi og vatni og þess vegna eru gluggarnir með aukalistum til að tryggja það að vatn komist ekki inn jafnvel við íslenskar aðstæður. Gluggarnir eru vottaðir til þess að þola upp að 3.000 pascal stig hvað varðar vindálag og 1.500 pascal stig hvað varðar vatnsþéttileika.

Gluggarnir henta því einstaklega vel fyrir íslenskan markað.

Hér að neðan geturðu sent okkur mál og teikningar af þeim gluggum sem þú óskar eftir. Við óskum eftir smíðamálum.

Afhendingartíminn er um 4 mánuðir frá staðfestingu pöntunnar.

Sendu okkur fyrirspurn

Hér má t.d. skrifa: "Gluggi 1 - 1850 x 1600 mm - Opnanlegt fag hægra megin 500mm breitt " osfrv