Hér gefum við þér möguleika að skoða vöruúrvalið frá okkar birgjum. Hér að neðan eru upplýsingar um alla þá birgja sem við erum í samstarfi við með vörur og þjónustu. Við erum stöðugt að vinna við að finna nýja samstarfsaðila sem vilja vinna með okkur.

Þegar þú hefur fundið þær vörur sem þér lýst vel á geturðu sent okkur slóðirnar beint á vörurnar. Þá getum við gefið þér verð í vöruna með öllum gjöldum, flutningi og sköttum, afhenta í vöruhúsum okkar. Við getum því miður ekki áætlað hvað vara kostar um það bil nema að sjá vöruna. Þá þurfum við að meta verðið út frá t.d. flutninigskostnaði í Póllandi, rúmmáli vöru og öðru.

Flestar síðurnar sem við bendum á eru á póslku. Sumir birgjar hafa þó ákveðið að þýða síðurnar sínar yfir á Ensku. Fyrir þá sem ekki eru lesandi á Pólsku mælum við með að nota vafrann google chrome þegar þú ert að skoða. Þá geturðu hægriklikkað á síðuna og valið „translate to english“

Þú getur náð í google chrome vafrann hér
Þú getur fengið kennslu í að þýða heimasíður hér

Gangi þér vel að skoða vörur 🙂

Hlökkum til að heyra frá þér!

123lazienka – Skoða heimasíðu
Frábær verslun með góðar vörur fyrir baðið, þvottahúsið og eldhúsið. Allt frá blöndunartækjum upp í innréttingar.

Blachy Pruszyński – Skoða heimasíðu
Ál og stálframleiðendur síðan 1985. Einn stærsti þakstálklæðningaframleiðandi í Evrópu. Hérna færðu bárujárn, trapisujárn, klæðningar, samlokueiningar, þakrennur, skrúfur ofl.

Skoða bækling / Skoða bækling með samlokueiningar

Mebel Partner – Skoða heimasíðu
Vönduð og falleg húsgögn með Skandinavísku ívafi.