fbpx

Um okkur

Hvernig virkar þetta?

Þegar farið er af stað í uppbyggu eða breytingar á heimili ber að hafa ýmislegt á hreinu. Öll heimili eru einstök og íbúum á að líða vel á heimili sínu. Það þarf því að
vanda valið þegar á að fara í breytingar. Það er eðlileg krafa allir vilja fá gæðavöru á sanngjörnu verði.

Við hjá Byggjum Saman vitum það og höfum hjálpað fólki að kaupagæðavörur á frábærum verðum.

Við flytjum inn vörur frá Evrópu. Aðallega frá Póllandi. Þar erum við með marga og stóra birgja og reynum eftir fremsta megni að útvega allar þær vörur sem óskað er eftir. Hvort sem þig vantar nýja glugga, hurðir, pallaefni, þakefni, skrúfur, smágröfur, heita potta, innréttingar, flísar, parkett, steinull, málningu, eldavél eða hjólhýsi þá vitum við að hægt er að gera góð kaup með okkar þjónustu.

Við köllum okkur Byggjum Saman því þegar þú hefur ákveðið að kaupa vörur hjá okkur þá sameinum við vörur nokkra viðskiptavina saman í stóra gáma sem sendir eru til okkar. Við sjáum um að kaupa vöruna fyrir þig, flytja hana á gámasvæðið okkar í Gdansk í Póllandi og flutninginn á vörunni frá Póllandi til Íslands. Við sjáum einnig um öll tollamál og afhendum þér svo vöruna hvert á land sem þú óskar eftir.

Einfalt og þægilegt, ekki satt ?

Við aðstoðum vissulega eins mikið og við getum og er þér alltaf frjálst að hafa samband við okkur. Við sendum þér svo upplýsingar um hvenær varan þín er komin í
gám, hvenær gámurinn fer af stað og hvenær hann er væntanlegur til landsins. Við erum lítið fyrirtæki með litla yfirbyggingu og náum því að stilla verðinu í hóf.

Starfsfólkið okkar hefur áralanga þekkingu í byggingabransanum og við höfum góða tengingu til okkar birgja. Við bjóðum aðeins upp á gæðavörur, CE- merktar, framleiddar í Evrópu og þola Íslenskar aðstæður. Við staðfestum að varan og þjónustan sem þú færð hjá okkur uppfylli þínar kröfur og við hlökkum til að heyra frá þér.