Hvað er Byggjum Saman / Hvernig virkar þetta ?

Byggjum Saman (Byggjum ehf) er Íslenskt fyrirtæki sem flytur inn vörur af ýmsum toga frá Póllandi, fyrir viðskiptavini á Íslandi með það að markmiði að bjóða upp á betra verð heldur en gengur og gerist á Íslandi.

Við höfum nokkrar leiðir. Í fyrsta lagi erum við með vefverslun á heimasíðunni. Þar er að finna brot af því vöruúrvali sem við bjóðum upp á. Í öðru lagi geturðu sent okkur upplýsingar um það sem þú ert að leita að. Við sendum þér verðhugmynd til baka á vörunni. Í þriðja lagi geturðu sent okkur hlekki beint á þær vörur sem þú ert að leita að og við sendum þér verðhugmynd til baka.

Nei, því miður er það ekki hægt. Við getum ekki flutt inn vörur sem aðrir eiga. Við þurfum að kaupa vöruna úti til þess að koma henni heim. Það einfaldar tollskýrslu og umsýslu við innflutning á gámunum.

Innifalið í verðinu sem við sendum þér er flutningskostnaður erlendis, geymsla í vöruhúsi okkar í Póllandi, hleðsla í gám, flutningur heim til Íslands, tæming á gámi, umsýslugjöld, tollmeðferðargöld, tryggingar og virðisaukaskattur.

Við erum að fá gáma heim til Íslands á c.a. 2-6 vikna fresti. Það fer eftir aðsókn. Eftir að að gámurinn leggur af stað geta liðið um 3 vikur þangað til gámurinn er tilbúinn til afhendingar.

Við erum í samstarfi við yfir 150 verslanir og þjónustur af ýmsum toga.

Byggingavörur, húsgögn, heimilistæki, landbúnaðarvörur, kerrur, skrautmunir, raftæki, varahlutir, gólfefni, smávélar, dekk, sérpantanir…. ofl ofl ofl

Ólöglegar vörur, matvæli, eftirlíkingar, hættuleg efni sem þarfnast skráningar og þess háttar

Sendu okkur endilega skilaboð með upplýsingum um hverju þú ert að leita að. Við sendum þér svo upplýsingar til baka um vöruna.

Nei. En vörurnar eru ekki tvískattaðar. Þvi er Pólskur virðisaukaskattur ekki inni í verðinu til þín því Pólski virðisaukaskatturinn verður eftir í Póllandi. Slíkur skattur er ekki fluttur á milli landanna.

Já, það er hefðbundin neytendaábyrgð á öllum vörum sem þú kaupir hjá okkur. Sjá nánar í upplýsingum um skilmála.

Við erum með tvö vöruhús á Íslandi. Eitt í Reykjavík og eitt á Reyðarfirði. Í flestum tilvikum afhendum við vörurnar úr vöruhúsum okkar en getum líka boðið góða afslætti á flutningi með Samskip.

Þegar vara er keypt í netversluninni okkar er hægt að velja um hvort á að sækja vöruna í vöruhúsið okkar eða fá hana senda til sín.

Þegar búið er að ganga frá kaupum sendum við þér hlekk sem gefur þér upplýsingar um stöðu vörunnar þinnar.