top of page

Skilmálar

Skilmálar vegna kaupa á vörum og þjónustu Byggjum ehf

Kaupandi: Sá aðili sem kaupir vöru og þjónustu
Seljandi: Byggjum ehf kt: 690618-0600

Með kaupum á vörum og þjónustu frá Byggjum ehf samþykkir kaupandi eftirfarandi skilmála.

1. SKILARÉTTUR:
Skilaréttur er skv. lögum um neytendakaup hverju sinni.

2. PÖNTUN:
Pöntun er bindandi þegar kaupandi hefur staðfest pöntun. Annað hvort greitt 50% staðfestingargjald eða fullgreitt fyrir vöruna. Með pöntun á vörum frá Seljanda samþykkir kaupandi að víkja frá lögum um 14 daga reglu um að hætta við kaup á vörum á netinu. Það er gert af þeirri ástæðu að oft á tíðum eru vörur eins og gluggar og hurðir sérsmíðaðar. Því er ekki hægt að stoppa framleiðsluferli þegar svo langur tími er liðinn.

3. UPPLÝSINGAR:
Upplýsingar um vörur gefur seljandi upp eftir bestu vitund, með fyrirvara um innsláttarvillur í texta, galla eða bilanir. Seljandi áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, skemmd eða gölluð. Seljandi mun upplýsa kaupanda um allt slíkt eins fljótt og kostur er, og hugsanlega koma með tillögu að annari vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna.

4. VERÐ OG VERÐBREYTINGAR:
Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti, nema annað sé tekið fram og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga eða skráningar. Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun er staðfest eru ekki afturkræfar nema í ljós komi að um innsláttarvillu eða ranga skráningu hafi verið að ræða. Verð sem gefin eru upp á heimasíðu innihalda virðisaukaskatt, tolla, og flutning til Íslands. Seljandi tekur gámana upp í vöruhúsi á Reyðarfirði. Því gæti bæst við aukakostnaður vegna flutninga á vörum utan Reyðarfjarðar, nema um annað sé samið.

5. GREIÐSLUR:
Greiðslu má inna af hendi með nokkrum aðferðum: Bankamillifærslu, skuldfærslu á viðskiptareikning, kreditkorti eða greiðslu með netgíró

6. AFHENDINGAR:
Seljandi afhendir vörur eins fjótt og kostur er eftir staðfestingu pöntunar og móttöku greiðslu. Kaupandi skal vera búinn að kynna sér hvenær varan er áætluð til landsins hjá seljanda hverju sinni. Verði töf á afhendingu mun seljandi reyna að upplýsa kaupanda sem allra fyrst um allt slíkt og ástæður þess ef þess er óskað. Töf á afhendingu orsakast oftast vegna tafa í framleiðslu á sérpöntunum, töfum á fraktsendingum eða vegna tollafgreiðslu. Ef töf verður á afhendingu vegna utanaðkomandi aðstæðna getur seljandi ekki bætt fjárhagslegt tjón ef slíkt verður. Það er eðlilegt að tafir geta orðið þegar margir eru að sameinast um gáminn.

Í einhverjum tilvikum bjóðum við að senda vörur til næsta þjónustuaðila Samskipa. Kaupandi þarf því að sækja vöru sína þangað.

7. RÉTTUR VIÐ GALLA EÐA VÖNTUN:
Komi upp galli eða vöntun við móttöku sendingarinnar þarf tilkynning um slíkt að berast sem fyrst til seljanda, símleiðis eða með tölvupósti. Réttur kaupanda til bóta er skv. lögum um neytendakaup hverju sinni. (ath. að lög um neytendakaup eiga ekki við ef um fyrirtæki er að ræða. Seljandi ber ekki ábyrgð á að vara sem pöntuð er eftir máli, passi ekki. Kaupandi þarf alltaf að gefa upp endanleg mál við kaup og fara vel yfir kostnaðaráætlun. Skemmdir í flutningi skal tilkynna innan 24 klukkustunda eftir að kaupandi hefur móttekið vöruna.

Áður en kaupandi kvittar fyrir móttöku vörunnar við afhendingu skal hann yfirfara hana til að gá að skemmdum. Kaupandi skal því athuga hvort umbúðir séu heilar, eða ef það eru aðrir hlutir sem benda til skemmda. Að lokum verður að ganga úr skugga um að fjöldi eininga sé réttur.

Ef skemmdir finnast eða fjöldi eininga er ekki rétt,  er vara móttekin með ákveðnum fyrirvörum sem getið er um á farmbréfinu og þú ættir að hafa samband við Byggjum Saman á sala@byggjumsaman.is  innan 24 klukkustunda. Athugið að við mælum með að þú móttakir pöntunina þrátt fyrir skemmdir þar sem endursending verður gerð á þinn kostnað. Myndir af skemmdum skal taka áður en umbúðir eru fjarlægðar, annars ógildist kröfurétturinn.

Ef fylgibréfið er undirritað af kaupanda án athugasemda, er ekki hægt síðar að krefjast bóta vegna skemmda eða vegna þess að hluta vantaði. Þá getur Byggjum Saman ekki útvegað eða framleitt nýja vöru án endurgjalds.

Varðandi kaup á vörum sem seljandi biður um að láta kaupa fyrir sig (t.d. með því að senda okkur hlekki á vörur, vörunúmer á vörum eða heiti sem við) sem við bjóðum alla jafna ekki upp á og eru ekki á heimasíðu Byggjum Saman, getur seljandi ekki borið ábyrgð á vörunni eða hvort hún standist þær kröfur sem hún á að gera. Enda séu vörurnar valdar af kaupanda og Byggjum Saman einfaldlega aðstoðar við að koma vörunni til kaupanda. Ábyrgð á vörunni er ekki í boði, nema framleiðsluábyrgð frá framleiðanda ef hún er í boði. Við aðstoðum þá eftir fremsta megni að koma kaupanda í beint samband við söluaðila erlendis eða aðstoða við samskipti.

8. ÁBYRGÐ
Ábyrgð vegna galla er í samræmi við lög um neytendakaup (lög nr.48/2003) og lög um lausafjárkaup (lög nr.50/2000).  (nema annað sé tilgreint)

Varðandi kaup á vörum sem seljandi biður um að láta kaupa fyrir sig (t.d. með því að senda okkur hlekki á vörur, vörunúmer á vörum eða heiti sem við) sem við bjóðum alla jafna ekki upp á og eru ekki á heimasíðu Byggjum Saman, getur seljandi ekki borið ábyrgð á vörunni eða hvort hún standist þær kröfur sem hún á að gera. Enda séu vörurnar valdar af kaupanda og Byggjum Saman einfaldlega aðstoðar við að koma vörunni til kaupanda. Ábyrgð á vörunni er ekki í boði, nema framleiðsluábyrgð frá framleiðanda ef hún er í boði. Við aðstoðum þá eftir fremsta megni að koma kaupanda í beint samband við söluaðila erlendis eða aðstoða við samskipti.

Ábyrgðarskírteini eða kaupnóta skilyrði
Tæki og búnaður sem eru talin gölluð þarf að tilkynna Byggjum Saman áður en tækin eru flutt úr stað
Byggjum Saman áskilur sér rétt til að sannreyna galla innan eðlilegra tímamarka
Ef tæki eða búnaðu reynist ekki gallað eftir athugun eða ekki er um að ræða ábyrgðarviðgerð greiðir kaupandi skoðunargjald í samræmi við verðskrá viðkomandi verkstæðis og/eða flutning ef við á.
Ef til úrlausnar ábyrgðar kemur mun Byggjum Saman bjóða eftir atvikum viðskiptavini upp á viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa.
Í öllum tilvikum er fyrst kannaður möguleiki á viðgerð

8.1 TAKMARKANIR Á ÁBYRGÐ:
Ef um ræðir sölu til fyrirtækis þá er ábyrgð á galla 1 ár
Gildir ekki um eðlilegt slit vegna notkunar
Gildir ekki ef tækið hefur verið opnað eða átt við það
Gildir ekki ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar eða samsetningar
Gildir ekki um rafhlöður. Rafhlöður eru rekstrarvara og eðlilegt getur verið að þurfi að endurnýja fyrir lok vélbúnaðarábyrgðar. Framleiðendur veita þó að lágmarki 6 mánaða ábyrgð.

9. PERSÓNUVERND:
Seljandi fer með allar upplýsingar sem algört trúnaðarmál og eru þær eingöngu nýttar til að klára viðkomandi viðskipti.

10. EIGNARÉTTUR:
Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Reikningsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarrétt seljanda fyrr en fullnaðargreiðsla hefur borist.

10. ÚRLAUSNIR:
Komi til vandamála varðandi viðskiptin sem ekki er unnt að leysa milli aðila má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur má leita til dómstóla í íslenskri lögsögu og lögsagnarumdæmi seljanda.

29.08.18 – Byggjum ehf

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page